Eldsneytisverð snarhækkar

Eldsneyti hækkar og hækkar.
Eldsneyti hækkar og hækkar. mbl.is/Frikki

Olís hefur hækkað verð á eldsneyti í dag og hefur verðið aldrei verið hærra hér á landi.

Lítrinn af bensíni hækkar um 6 krónur og er algengt verð á bensínlítra í sjálfsafgreiðslu nú 180,90 krónur. Þá hækkar lítrinn af dísilolíu um 7,50 krónur og kostar nú 199,80 krónur í sjálfsafgreiðslu. Önnur félög hafa ekki hækkað enn í dag.

Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri vörustýringarsviðs Olís, sagði skýringar hækkanana vera þær að verð á heimsmarkaði hafi hækkað talsvert á fimmtudag og enn meira á föstudag. Samtals hafi þessar hækkanir numið 85 dollurum á tonnið af bensíni og 99 dollurum á tonnið af díselolíu. 

Margir velta oft fyrir sér af hverju olíufélögin hækka um leið og heimsmarkaðsverð hækki og spyrja sig hvort olíufélögin eigi ekki til bensín á gamla verðinu. Samúel svarar þessu: Krafan er einfaldlega sú að útsöluverð hérlendis endurspegli heimsmarkaðsverðið og því hækkar það og lækkar í takt við við breytingar á heimsmarkaði.



 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka