Evruhugmynd ekki ný

Geir H. Haarde svarar spurningum fréttamanna í Stjórnarráðinu í dag.
Geir H. Haarde svarar spurningum fréttamanna í Stjórnarráðinu í dag. mbl.is/G. Rúnar

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, seg­ir að hug­mynd Björns Bjarna­son­ar, dóms­málaráðherra, að leita eft­ir samn­ing­um við Evr­ópu­sam­bandið um að taka upp evru, sé ekki ný af nál­inni og Björn hefði viðrað þetta á heimasíðu sinni áður. Geir sagðist reikna með að Evr­ópu­nefnd stjórn­valda skoði málið en taldi ólík­legt að hægt yrði að ná tví­hliða samn­ingi um evruaðild.

Geir svaraði í dag spurn­ing­um blaðamanna vegna þeirr­ar umræðu, sem verið hef­ur um hug­mynd­ir Björns síðustu daga. Geir sagðist telja að Evr­ópu­nefnd rík­is­stjórn­ar­inn­ar muni skoða þessi mál en ekk­ert hefði verið rætt um það, hvort ís­lensk­ir ráðamenn muni leita eft­ir viðræðum við yf­ir­völd í Brus­sel um evru. 

Geir sagðist sjálf­ur áfram vera þeirr­ar skoðunar, að ís­lenska krón­an væri sá gjald­miðill, sem best hentaði ís­lensku þjóðfé­lagi. Þá væri ólík­legt, að hægt yrði að gera tví­hliða samn­ing um upp­töku evru, svipaðan þeim sem aðild Íslands að Schengensam­komu­lag­inu bygg­ist á, en lít­ill áhugi væri fyr­ir slíku í Brus­sel.

Einnig sagði Geir að í viðræðum við for­ustu­menn Evr­ópu­sam­bands­ins í vet­ur hefði komið fram að ef Íslend­ing­ar ætluðu að taka upp evru yrðu þeir að koma til þess sam­starfs gegn­um aðal­dyrn­ar, þ.e. aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, en ekki bak­dyr. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert