Farsímasamband á hálendinu

Einn af sendum Símans á hálendinu.
Einn af sendum Símans á hálendinu.

Síminn hefur komið fyrir 7 nýjum farsímasendum á hálendi Íslands á síðustu vikum og mánuðum. Að sögn fyrirtækisins er nú m.a. komið farsímasamband á sunnanverðum Kjalvegi langt norður að Hveravöllum, á helstu ferðamannastöðum norðan Vatnajökuls, Möðrudalsöræfum, í Bárðardali frá Goðafossi inn á Sprengisand og á Arnarvatnsheiði.

Farsímastöðvarnar eru á Bláfelli við Kjalveg, Vaðöldu á hálendinu norðan Vatnajökuls, skammt frá Öskju, Slórfelli á Möðrudalsöræfum, í Bárðardal, Þrándarhlíðarfjalli í Skagafirði, Skrokköldu og Fjórðungsöldu og Strúti í Borgarfirði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert