Fjarvistarupplýsingum eytt

Heilsuverndarstöðin hefur eytt fjarvistarupplýsingum um starfsstúlku á elliheimilinu Grund úr gagnagrunni sínum en Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu í vor, að fyrirtækinu hefði verið óheimilt að vinna upplýsingar um fjarvistir stúlkunnar frá vinnu.

Fram kemur á heimasíðu Persónuverndar, að allir starfsmenn Grundar muni núundirrita sérstakan samning, eða viðauka við ráðningarsamning, þess efnis að þeir samþykki að tilkynna fjarvistir sínar til Heilsuverndarstöðvarinnar.

Ennfremur hafi Persónuvernd fengið upplýsingar um það, að gerður hafi verið nýr vinnslusamningur milli Grundar og Heilsuverndarstöðvarinnar sem verði undirritaður nú í júlí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert