Frávísunarkröfu vísað frá

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að frávísunarkröfu í meiðyrðamáli Helgu Haraldsdóttur, eiginkonu Guðmundar Jónssonar í Byrginu, skyldi vísað frá. Úrskurðurinn er áfangasigur fyrir Helgu því meiðyrðamál hennar fer nú í aðalmeðferð. Þetta kemur fram í fréttum RÚV.

Í september 2007 skrifaði Erla Hlynsdóttir blaðamaður grein undir heitinu: Árásir satans og var þar rætt við Magnús Einarsson og Ólöfu Ósk Erlendsdóttur. Þar greindu þau frá meintum þætti Helgu í Byrgismálinu svokallaða.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert