Guðmundur skilaði gögnunum

Guðmundur Þóroddsson.
Guðmundur Þóroddsson. mbl.is/Kristinn

Guðmund­ur Þórodds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur, seg­ist hafa skilað Hjör­leifi Kvar­an for­stjóra gögn­um sem hann fjar­lægði af skrif­stof­um OR um miðjan dag í gær. Gögn­in hafði Guðmund­ur á brott með sér skömmu áður en hann lét af störf­um sem for­stjóri í lok maí.

Guðmund­ur sagði í sam­tali við blaðamann mbl.is í morg­un að bíla­mál, sem teng­ist starfs­lok­um hans, séu enn óleyst. Hann haldi enn bíl sem hann hafði til af­nota sem hluta af starfs­samn­ingi sín­um og telji hann falla und­ir starfs­lok­samn­ing sinn. Hann þurfi nú að fá sér lög­fræðing til að verja það mál fyr­ir sig. „Ég er ekki bú­inn að ráð lög­fræðing enda átti ég ekki von á að þurfa að standa í svona mál­um," sagði hann.  

Lög­fræðing­ar OR hafa kraf­ist þess að Guðmund­ur skili bíln­um, nýj­um Toyota Land Cruiser.

Guðmund­ur seg­ist hafa tekið með sér af skrif­stofu sinni möpp­ur sem í voru gögn sem hon­um voru af­hent á stjórn­ar­fund­um þegar hann hætti störf­um. Hann hafi litið á þessi gögn sem sín per­sónu­legu skjöl.

Guðmund­ur hef­ur áður lýst því yir að um sé að ræða möpp­ur sem han hafi geymt á skrif­stofu sinni og í hafi verið fund­ar­gögn sem hann hafi sem for­stjóri fengið af­hent á stjórn­ar­fund­um Orku­veit­unn­ar. Hann hafi litið á þau sem sín per­sónu­legu skjöl.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert