Hjólaði á bíl

Mbl.is/Friðrik Tryggvason

Bet­ur fór en á horfðist þegar sjö ára dreng­ur hjólaði á bif­reið á Ak­ur­eyri í dag. Æskilegt er að grípa til aðgerða á staðnum þar sem óhappið átti sér stað, seg­ir lög­regl­an.

At­vikið átti sér stað þar sem göngu­stíg­ur mæt­ir götu, sunn­an við gatna­mót Þór­unn­ar- og Þing­valla­stræt­is.

Sök­um þétts gróðurs þar sem stíg­ur­inn kem­ur út á göt­una geta öku­menn sem ætla að beygja á gatna­mót­un­um ekki séð inn á stíg­inn og eins geta veg­far­end­ur á stígn­um ekki séð út á göt­una áður en þangað er komið.

Litli dreng­ur­inn var á tals­verðri ferð þegar hann kom út á göt­una og náði ekki að stoppa sig af þegar hann varð var við bíl­inn.

Mik­il mildi má telj­ast að ökumaður­inn var á lít­illi ferð og með at­hygl­is­gáf­una í lagi þegar dreng­ur­inn skaust út á göt­una. Ökumaður­inn snögg­hemlaði en dreng­ur­inn keyrði utan í bíl­inn.

Hann hlaut skrám­ur á and­liti og marðist lít­il­lega á öxl en slapp að öðru leyti með skrekk­inn.

Lög­regl­an á Ak­ur­eyri sagði þetta ekki vera í fyrsta sinn sem óhapp ætti sér stað þarna, aðstæður væru ákaf­lega vara­sam­ar.  Sagði hún að fyr­ir­hugað væri að ræða við fram­kvæmda­deild bæj­ar­ins um úr­bæt­ur. Nauðsyn­legt væri að grípa til ein­hverra aðgerða áður en slæmt slys yrði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert