Íslenska krónan vænlegust

00:00
00:00

Hug­mynd­ir Björns Bjarna­son­ar, dóms­málaráðherra, um evru­samn­inga við Evr­ópu­sam­bandið eru ekki nýj­ar af nál­inni, seg­ir Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, og bend­ir á að ráðherr­ann hafi fyrr viðrað slík­ar hug­mynd­ir á heimasíðu sinni. Geir seg­ist ekki bjart­sýnn á að hægt verði að sækja um aukaaðild að Mynt­banda­lagi Evr­ópu en úti­lok­ar þó ekki neitt og seg­ist reikna með því að Evr­ópu­nefnd­in skoði málið.

Geir seg­ir að það komi hins­veg­ar ekki til greina að taka ein­hliða upp evru eins og stungið hafi verið upp á fyr­ir nokkr­um árum. Síkt sé litið horn­auga af Evr­ópu­sam­band­inu og komi ekki til greina í þróuðu sam­fé­lagi.

Hann seg­ist enn telja að ís­lenska krón­an sé væn­leg­asti kost­ur­inn fyr­ir Ísland og eft­ir að erfiðleik­um linni í efna­hags­líf­inu, sem megi rekja til enda­loka stór­fram­kvæmda og láns­fjár­kreppu banka heima og er­lend­is, minnki að ölll­um lík­ind­um áhug­inn á Evr­ópu­sam­band­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert