Íslenska krónan vænlegust

Hugmyndir Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, um evrusamninga við Evrópusambandið eru ekki nýjar af nálinni, segir Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og bendir á að ráðherrann hafi fyrr viðrað slíkar hugmyndir á heimasíðu sinni. Geir segist ekki bjartsýnn á að hægt verði að sækja um aukaaðild að Myntbandalagi Evrópu en útilokar þó ekki neitt og segist reikna með því að Evrópunefndin skoði málið.

Geir segir að það komi hinsvegar ekki til greina að taka einhliða upp evru eins og stungið hafi verið upp á fyrir nokkrum árum. Síkt sé litið hornauga af Evrópusambandinu og komi ekki til greina í þróuðu samfélagi.

Hann segist enn telja að íslenska krónan sé vænlegasti kosturinn fyrir Ísland og eftir að erfiðleikum linni í efnahagslífinu, sem megi rekja til endaloka stórframkvæmda og lánsfjárkreppu banka heima og erlendis, minnki að ölllum líkindum áhuginn á Evrópusambandinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert