Olís lækkaði eldsneyti á ný

Stóru olíufélögin þrjú hækkuðu öll eldsneytisverðið í dag. Olís hækkaði fyrst bensínverð um 6 krónur lítrann og dísilolíu um 7,50 krónur. Skeljungur og N1 hækkuðu einnig eldsneyti, en minna og í kjölfarið lækkaði Olís verðið á ný til samræmis við hin félögin.

Nú er algengt verð á bensínlítra í sjálfsafgreiðslu á stöðvum félaganna þriggja 176,90 krónur og á dísilolíulítra 193,80 krónur. Sjálfsafgreiðslufélögin Atlantsolía og Orkan hafa ekki breytt eldsneytisverði sínu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert