Ríkisstjórnin ræði evrumál við ESB

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson. mbl.is/Dagur

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, segist á heimasíðu sinni í dag leggja til að Samfylkingin taki Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, á orðinu og ríkisstjórni kanni þegar í stað með formlegum hætti hjá Evrópusambandinu hvort hægt sé að taka upp evruna gegnum EES og án þess að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu. 

„Björn er Evrópuhugsuður Sjálfstæðisflokksins. Rifja má upp að hann var formaður Evrópunefndar forsætisráðherra, þar sem ég sat einnig með honum. Komi hið ólíklega í ljós, að upptaka evru án beinnar aðildar að Evrópusambandinu sé fær, þá á ríkisstjórnin einfaldlega hefja undirbúning að upptöku evrunnar," segir Össur.

Hann segir að Evrópusinnar hafi engu að tapa og allt að vinna á því að taka í útrétta hönd Björns. Reynist leið hans fær, og Ísland tæki upp evruna, liði vart langur tími áður en Íslendingar væru að fullu komnir inn í sjálft Evrópusambandið. Reyndist leið Björns ófær sé það mikilvægt veganesti inn á landsfund Sjálfstæðisflokksins. Þá sé búið að sýna með formlegum hætti að búið er að róa fyrir allar víkur. Eina leiðin sem þá sé fær, sé að sækja um fulla aðild.

Heimasíða Össurar 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka