Ríkisstjórnin ræði evrumál við ESB

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson. mbl.is/Dagur

Össur Skarp­héðins­son, iðnaðarráðherra, seg­ist á heimasíðu sinni í dag leggja til að Sam­fylk­ing­in taki Björn Bjarna­son, dóms­málaráðherra, á orðinu og rík­is­stjórni kanni þegar í stað með form­leg­um hætti hjá Evr­ópu­sam­band­inu hvort hægt sé að taka upp evr­una gegn­um EES og án þess að Ísland ger­ist aðili að Evr­ópu­sam­band­inu. 

„Björn er Evr­ópu­hugsuður Sjálf­stæðis­flokks­ins. Rifja má upp að hann var formaður Evr­ópu­nefnd­ar for­sæt­is­ráðherra, þar sem ég sat einnig með hon­um. Komi hið ólík­lega í ljós, að upp­taka evru án beinn­ar aðild­ar að Evr­ópu­sam­band­inu sé fær, þá á rík­is­stjórn­in ein­fald­lega hefja und­ir­bún­ing að upp­töku evr­unn­ar," seg­ir Össur.

Hann seg­ir að Evr­óp­us­inn­ar hafi engu að tapa og allt að vinna á því að taka í út­rétta hönd Björns. Reyn­ist leið hans fær, og Ísland tæki upp evr­una, liði vart lang­ur tími áður en Íslend­ing­ar væru að fullu komn­ir inn í sjálft Evr­ópu­sam­bandið. Reynd­ist leið Björns ófær sé það mik­il­vægt vega­nesti inn á lands­fund Sjálf­stæðis­flokks­ins. Þá sé búið að sýna með form­leg­um hætti að búið er að róa fyr­ir all­ar vík­ur. Eina leiðin sem þá sé fær, sé að sækja um fulla aðild.

Heimasíða Öss­ur­ar 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert