Tjöru landað á Ísafirði

Bitland við hafnarfarðinn
Bitland við hafnarfarðinn BB

Hollenska skipið Bitland landaði 400 tonnum af tjöru á Ísafirði fyrir helgi. Tjaran fer til slitlagslagningar á Vestfjörðum.

Skipið lagðist við tjörutankinn á Mávagarði og var tilkomumikil sjón að sjá svo stórt skip við þessa litlu bryggju, segir á vef Bæjarins besta.

Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, segir að það sé vandasamt verk að leggja svo stóru skipi við Mávagarðinn og starfsmenn hafnarinnar hugsi mjög til þess þegar ný hafnaraðstaða verði gerð við Mávagarðinn en til stendur að fara í þær framkvæmdir á næstu árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert