Tjöru landað á Ísafirði

Bitland við hafnarfarðinn
Bitland við hafnarfarðinn BB

Hol­lenska skipið Bit­land landaði 400 tonn­um af tjöru á Ísaf­irði fyr­ir helgi. Tjar­an fer til slit­lagslagn­ing­ar á Vest­fjörðum.

Skipið lagðist við tjörutank­inn á Mávag­arði og var til­komu­mik­il sjón að sjá svo stórt skip við þessa litlu bryggju, seg­ir á vef Bæj­ar­ins besta.

Guðmund­ur M. Kristjáns­son, hafn­ar­stjóri, seg­ir að það sé vanda­samt verk að leggja svo stóru skipi við Mávag­arðinn og starfs­menn hafn­ar­inn­ar hugsi mjög til þess þegar ný hafn­araðstaða verði gerð við Mávag­arðinn en til stend­ur að fara í þær fram­kvæmd­ir á næstu árum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert