Bleikjunni vel tekið í Bandaríkjunum

Sigurður Rúnar Ragnarsson steikir bleikju og Þormóður Guðbjartsson kynnir osta …
Sigurður Rúnar Ragnarsson steikir bleikju og Þormóður Guðbjartsson kynnir osta og skyr í Whole Foods Market. mynd/Baldvin Jónsson

Sala á ferskri íslenskri bleikju í verslunum Whole Foods Market (WFM) í Bandaríkjunum tólffaldaðist undir lok júnímánaðar. Þá seldust tæp fimm tonn af bleikju á einni viku en venjulega hafa selst um 4-500 kg af bleikju á viku. Bleikjan hefur til þessa aðallega verið seld til veitingahúsa en nú er að hefjast markaðssókn beint til neytenda.

Markaðsátakið var gert í 30 verslunum en stefnt er að því að bjóða bleikjuna til kaups í fleiri verslunum keðjunnar víða um Bandaríkin. WFM rekur nú um 300 verslanir.

Í síðustu viku júnímánaðar var Íslandskynning í nokkrum verslunum WFM á höfuðborgarsvæði Bandaríkjanna, í Washington og nágrenni. Íslenskir matreiðslumenn kynntu þar íslenskar matvörur og tók sala á smjöri, ostum, skyri og íslensku súkkulaði einnig kipp.

Steiktu flök úr íslensku smjöri

Auk þess var íslenskur matur á borðum í árlegri hátíðarveislu samtaka veitingahúsa á Washington-svæðinu og mættu tæplega tvö þúsund stjórnendur og fagfólk í veitingahúsarekstri í veisluna. Í forrétt var reykt íslensk bleikja, skyr og basil-ravioli, Dímon ostur með peru o.fl. Aðalrétturinn var íslenskt lamb og uppistaðan í eftirréttinum var skyr. Siggi Hall var sérstakur ráðgjafi matreiðslumanna Marriott-hótelsins við undirbúning kvöldverðarins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert