Eðla uppgötvaðist á förnum vegi í Keflavík í dag. Handsamaði lögreglan eðluna sem var um eins metra löng. Farið var með eðluna tilHeilbrigðiseftirlits Suðurnesja þar sem dýrinu verður fargað. Eðlur af slíku tagi eru bannaðar á Íslandi.
Fram kemur á vef Víkurfrétta, að Birkir Örn Skúlason, 11 ára strákur í Keflavík, varð heldur betur hissa þegar hann ók eftir Heiðarbóli í Keflavík nú síðdegis með móður sinni þegar eðlan birtist skyndilega á götunni framan við bílinn.
Birkir Örn sagði í samtali við Víkurfréttir í kvöld að eðlan hafi verið alveg sallaróleg. Þau hafi strax hringt í lögregluna sem kom fljótlega á svæðið og handsamaði eðluna og tók það nokkurn tíma.
Meira á vef Víkurfrétta.