Fyrstu íslensku kartöflurnar í ár eru komnar í verslanir. Eru þær frá Eyrarbakka og kom fyrsta sendingin til Nóatúns í gær.
Halldór Björnsson, gæðastjóri Kaupáss, sagði uppskeruna líta vel út í ár. „Þetta eru gullfallegar kartöflur. Þær eru mjög jafnar og líta mjög vel út.“
Markús Ársælsson, kartöflubóndi á Hákoti í Þykkvabæ, segir erfitt að segja til um hvernig kartöflurnar verði í sumar. „Tímabilið er rétt að byrja og maður veit svo sem aldrei hvað gerist. En núna er ástandið ágætt - svipað og í fyrra."