Sérfræðingar frá Náttúrufræðistofnun fara í dag út í Flatey á Breiðafirði til að freista þess að fanga einhverjar af 20 kríum voru fangaðar þar í fyrra.
Þá voru fest við þær tæki sem skrásetja hvert þær fara, hvernig, og einnig tímasetningar. Í júní náðist sú fyrsta.
Ævar Petersen sérfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun segir enn engar upplýsingar liggja fyrir um ferðir hennar en samskonar rannsókn í Alaska gefur ákveðnar vísbeningar.
„Þrjár kríur úr sama varpinu fara á þrjá mismunandi staði yfir veturinn. Það er afskaplega skynsamlegt af fuglunum því ef það yrðu stór áföll mundi ekki allur hópurinn drepast og varpið ekki þurrkast út,“ segir Ævar.