Makríllinn mikil búbót

eir báru sig vel löndunarkarlarnir Þorsteinn Ægir Egilsson, Einar Valur …
eir báru sig vel löndunarkarlarnir Þorsteinn Ægir Egilsson, Einar Valur Einarsson og Elías Siggeirsson í makríl- og síldarkösinni um borð í Júpiter í hádeginu í gær. Í baksýn má sjá kúfiskskipið Fossá, en vinnsla á kúfiski er nú í fullum gangi á Þórshöfn. mbl.is/Líney

Vel hefur aflast af makríl og norsk-íslenskri síld austur af landinu síðustu daga. Í gær voru skipin að veiðum í Seyðisfjarðardýpi, en um helgina var góðan afla að hafa í færeyskri lögsögu. Makríllinn er mikil búbót fyrir útgerðirnar, en hann er utan kvóta.

Reikna má með að veiðireynsla á makríl verði metin útgerðum til tekna við kvótaúthlutun verði gerðir samningar við aðrar þjóðir um makrílveiðar.

Skipunum beint í makrílinn

Ísfélagið í Vestmannaeyjum, Vinnslustöðin, HB Grandi, Samherji, Síldarvinnslan, Eskja og Huginn eru meðal þeirra útgerða sem stunda veiðar á makríl og norsk-íslensku síldinni. Yfir 20 skip eru með kvóta í síldinni og hafa þau flest stundað veiðar með tvíburatroll í sumar. Þá er hægt að hafa betri stjórn á trollinu nálægt yfirborðinu.

Mest af aflanum fer í bræðslu, en makríllinn fer einnig í beitu og til manneldis. Um borð í vinnsluskipinu Guðmundi VE er makríllinn hausskorinn og slógdreginn, þannig losna menn við átu, sem mikið er af í bæði makrílnum og síldinni. Síldin er aftur á móti flökuð og fryst.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert