Risalax í Rússlandi

Þórarinn Sigþórsson með stórlaxinn, 20 kílóa skepnu sem hann sleppti …
Þórarinn Sigþórsson með stórlaxinn, 20 kílóa skepnu sem hann sleppti aftur, við Yokanga-ána í Rússlandi.

„Viðureignin var ógurleg, enda báðir vanir sem voru hvor á sínum endanum!“ segir Þórarinn Sigþórsson, en hann veiddi sannkallað tröll, 20 kílóa lax, í Yokanga-ánni í Rússlandi nýlega.

Laxinn tók fluguna Cascade, númer sex. Þórarinn upplýsir að leiðsögumenn í ánni segi þennan lax þann stærsta sem veiðst hafi á flugu í ánni.

Þórarinn moldveiddi í ferðinni, alls 64 laxa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka