Framkvæmdir við Mýrargötu eru í fullum gangi og í gær var unnið að niðurrifi þriggja húsa sem við götuna standa. Stóðu þau á lóð sem rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni hefur verið úthlutað, en líkt og greint hefur verið frá stendur til að byggja þar timburkirkju í rússneskum stíl.
Ráðgert er að kirkjan, sem standa mun við Mýrargötu 20, verði um tuttugu metrar á hæð og allt að eitt þúsund fermetrar að flatarmáli.