Samþykkt að auglýsa nýtt Kársnesskipulag

Áheyrendabekkir voru þéttsetnir á bæjarstjórnarfundinum í Kópavogi.
Áheyrendabekkir voru þéttsetnir á bæjarstjórnarfundinum í Kópavogi. mbl.is/Ómar

Samþykkt var á aukafundi bæjarstjórnar Kópavogs í kvöld að auglýsa nýja skipulagstillögu að byggð í Kársnesi. Tillagan fer nú í auglýsingarferli þar sem hún er kynnt og óskað er eftir athugasemdum frá þeim, sem málið kann að varða. Minnihlutinn í bæjarstjórn var andvígur þessum áætlunum líkt og íbúasamtökin Betri byggð.

Tillagan var samþykkt með 6 atkvæðum meirihlutans gegn 5 atkvæðum minnihlutans. 

Arna Harðardóttir, formaður  Betri byggðar, sagði niðurstöðu bæjarstjórnar mjög sorglega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert