Sjaldgæfur stuldur: Sumarhús á hjólum horfið

Hjólhýsið er engin smásmíði.
Hjólhýsið er engin smásmíði.

Sumarfrí hjónanna Ragnhildar Bjarnadóttur og Birgis Reynissonar er í uppnámi af því sumarheimili þeirra er horfið. Húsið er á hjólum, kostar þrjár milljónir nýtt og heitir Hobby exclusive. Hjónin ætluðu að elta sólina um landið í sumarfríinu sínu. Nú er útlit fyrir að það fari í leit á afskekktum slóðum, í kjarri og trjálundum.

Vakt við Norrænu

Ragnhildur botnar ekki í því að hægt sé að fela svona stórt hjólhýsi lengi þótt lýst sé eftir því. Reyndar sé lögreglan í Kópavogi undirmönnuð og hafi ekki tíma í að leita. „Við höldum að hjólhýsið sé ekki komið úr landi. Bróðir minn er sýslumaður á Seyðisfirði. Hann og vinir okkar fyrir austan hafa vaktað Norrænu og þar hefur húsið ekki farið um borð. Það er of stórt til að komast í gám. Þetta er óþægilegt, því í húsinu eru persónulegir munir, fötin okkar, pottar og pönnur, geisladiskar og myndir og allt sem fólk geymir í sumarhúsi. Svo er að bíða, því ekkert gerist í tryggingum fyrr en eftir langan tíma ef húsið finnst ekki,“

segir Ragnhildur. „Húsið er auðþekkjanlegt því búið er að sjóða sprungu í stuðaranum og á vinstri hjólskálinni er brún rák eftir tré, númerið Ri-026, árgerð 2005. “

Nánast einsdæmi

Í hnotskurn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert