Tafir hjá Iceland Express

Flugvél Iceland Express, sem sprakk á í gær.
Flugvél Iceland Express, sem sprakk á í gær. mbl.is/Hilmar Bragi

Taf­ir hafa orðið á flugi hjá Ice­land Express í dag. T.d fer vél­in til Frankfurt  í Þýskalandi ekki loftið fyrr en kl. 16, en hún átti að fara kl. sjö í morg­un. Að sögn upp­lýs­inga­full­trúa flug­fé­lag­ins má rekja seink­un­ina til bil­un­ar sem kom upp í flug­vél sem lenti á Kefla­vík­ur­flug­velli í gær.

Hjól­b­arði á einni farþegaþotu fé­lags­ins sprakk eft­ir vél­in lenti á Kefla­vík­ur­flug­velli á þriðja tím­an­um í gær. Vél­in var að koma frá Lund­ún­um með 148 farþega inn­an­borðs. Í þann mund þegar vél­in nam staðar sprakk á öðru aft­ur­hjóli henn­ar.

Að sögn Láru Ómars­dótt­ur, upp­lýs­inga­full­trúa Ice­land Express, seg­ir að þegar verið var að skipta um hjól­b­arða hafi komið í ljós að stykki hafi skot­ist í ann­an væng­inn þegar dekkið sprakk. Var því nauðsyn­legt að gera við væng­inn og yf­ir­fara vél­ina. Ekki ligg­ur fyr­ir hvers vegna dekkið sprakk.

Lára seg­ir að vél­in sé orðin klár og nú sé unnið að því að vinda ofan af þeim seink­un­um sem orðið hafa. „Við sjá­um fram á að þetta verði komið í lag síðdeg­is. Þetta eru keðju­verk­andi áhrif,“ seg­ir hún í sam­tali við mbl.is.

Hún hvet­ur þá sem telja sig eiga rétt á bót­um vegna seink­an­anna setji sig í sam­band við flug­fé­lagið með því að senda tölvu­póst.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert