Þriðjungs samdráttur milli ára

Þorskafli á landinu öllu hefur dregist saman um 22% frá …
Þorskafli á landinu öllu hefur dregist saman um 22% frá því á sama tíma í fyrra. mbl.is

Tæplega þriðjungi minna af þorski hefur verið landað á Vestfjörðum það sem af er árinu miðað við sama tíma í fyrra. Á landinu öllu hefur afli dregist saman um 22%. 

Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands var 11.565 tonnum af þorski landað í vestfirskum höfnum á tímabilinu janúar til júní í fyrra en aðeins 8.011 tonnum hefur verið landað á sama tímabili í ár. Nemur munurinn því um 31%. Er þetta í takt við þá þróun sem sést á öllu landinu en þar hefur þorskafli dregist saman um 22%; 112.342 tonn á tímabilinu janúar til júní 2007 samanborið við 87.467 tonn á sama tímabili í ár.

Aðeins betri tölur er að finna þegar litið er á heildarfiskafla. Á Vestfjörðum dróst heildarfiskafli saman um 14% á tímabilinu, úr 24.499 tonnum í 21.066 tonn. Á landinu í heild sinni nam minnkunin um 27%; 624.198 tonn á tímabilinu janúar til júní í ár samanborið við 858.910 tonn á sama tímabili í fyrra.

Nánar á vef Bæjarins besta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert