„Tóku þessu með stóískri ró"

Um 200 Íslendingar eru staddir í fríi á grísku eyjunni …
Um 200 Íslendingar eru staddir í fríi á grísku eyjunni Rhodos. Brynjar Gauti

„Ég held það sé óhætt að full­yrða að Íslend­ing­arn­ir tóku þessu með stóískri ró," seg­ir Gísli Blön­dal, far­ar­stjóri Heims­ferða, en um 200 Íslend­ing­ar eru stadd­ir á grísku eyj­unni Rhodos þar sem jarðskjálfti, sem mæld­ist 6,3 á Rict­her, reið yfir í morg­un klukk­an 6:26 á staðar­tíma. 

„Þetta var ansi hressi­leg­ur kipp­ur, og hann stóð yfir frek­ar lengi, ég heim­sótti stærstu hót­el­in okk­ar skömmu eft­ir skjálft­ann og þá sat fólk poll­ró­legt úti í garði," seg­ir Gísli og bæt­ir við að fólk hafi ekki farið strax inn á hót­el þar sem umræða hafi verið um hugs­an­leg­an eft­ir­skjálfta.  Gísli seg­ir óhætt að full­yrða að all­ir hafi fundið fyr­ir skjálft­an­um en hann seg­ist ekki hafa heyrt í nein­um sem hafi orðið fyr­ir ein­hverj­um skakka­föll­um. 

Gísli seg­ir að tölu­vert fát hafi verið á íbú­um eyj­unn­ar skömmu eft­ir skjálft­ann og að fólki hafi þust út úr hús­um og hund­ar æst sig, en það hafi fljót­lega ró­ast.

Að sögn Gísla eru jarðskjálft­ar al­geng­ir á Grikklandi en þar verða sam­an­lagt fleiri jarðskjálft­ar en í allri Evr­ópu.  Ein kona lést í skjálft­an­um í morg­un þegar hún datt niður stiga í þorp­inu Archang­e­los. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert