Smáhýsi fyrir útigangsmenn sem tekin verða í notkun fyrir áramót eru með öryggisgleri, hreinlætistækjum út stáli og sjúkrahúsdúk sem á að þola að drepið sé í sígarettum á gólfinu.
Fólkið sem á að flytja þar inn glímir margt hvert bæði við erfiða geðsjúkdóma og eiturlyfja- eða drykkjusýki.
Sveinn Magnússon framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að stórkostleg mistök hafi verið að loka Byrginu og þá hafi fjölgað í hópi götufólks. Afleiðingin sé sú að helmingur fólksins, sem bjó í Byrginu þegar því var lokað, sé dáinn. Hann segir að smáhýsin séu nauðsynleg viðleitni til að halda fólkinu lifandi og óskiljanleg og fráleit afsökun yfirvalda í borginni að bera fyrir sig lóðarskort. Úrræði eins og smáhýsi séu þó einungis gálgafrestur. Um sé að ræða veikasta fólkið í borginni og það þurfi 24 tíma umönnun.
Geðhjálp segir algengt að geðsjúku götufólki sé úthýst af sjúkrahúsum því það þyki of erfitt í umgengni. Þá sé götufólkið útskrifað á götuna aftur.