Vogmær finnst á Skagaströnd

Vogmær
Vogmær

Vogmær (Trachipterus arcticus) er ein af níu tegundum fiska af vogmeyjarætt (Trachipteridae) og sú eina af þessari ætt sem finnst við Ísland. Ein slík fannst fyrir skemmstu á Sandlækjarfjöru á Skagaströnd. Það er Húnahornið sem greinir frá þessu.

Samkvæmt Náttúrustofu Norðausturlands getur Vogmærin orðið allt að 3 metrar að lengd en er afar þunnvaxin. Einn langur bakuggi gengur eftir endilöngu bakinu og er hann rauður á litinn eins og hinir örsmáu eyruggar og kviðuggar. Sporðurinn er líka rauður og vísar aðeins upp á við. Sjálf er vogmeyjan silfurgrá á lit. Augun eru stór og munnurinn sérstakur þar sem hann lengist fram í trjónu þegar hann er opnaður. Vogmærin sem rak á land í Sandlækjarfjöru var 147 sm löng og 27 sm að breidd.

Sjá nánar á vef Húnahorns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert