Bátur á ólöglegum veiðum

Lögreglan tók á móti Ásmundi í Sandgerðishöfn.
Lögreglan tók á móti Ásmundi í Sandgerðishöfn. vf.is/Inga

Þyrla Landhelgisgæslunnar færði í dag mótorbátinn Júlíönu Guðrúnu GK-313 til hafnar í Sandgerði en báturinn var staðinn að meintum ólöglegum veiðum um 20 sjómílur út frá Sandgerði.

Um er að ræða bát Ásmundar Jóhannssonar, sjómanns frá Sandgerði, en hann hefur undanfarnar vikur róið án þess að hafa veiðiheimildir og ekki farið leynt með það. Með þessu vill hann mótmæla kvótakerfinu og þeim mannréttindabrotum, sem hann telur felast í því.

Lögreglumenn tóku skýrslu af Ásmundi þegar hann kom til hafnar í kvöld. Fram kemur á fréttavef Víkurfrétta, að Ásmundur hafi verið með nokkur hundruð kíló af þorski og ufsa  og nokkra karfa, allt utan kvóta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka