„Ég ætti helst að skjóta ykkur“

Gunnar Pétursson.
Gunnar Pétursson.

Ísra­els­her stöðvaði í gær­morg­un sjúkra­bíl í neyðarút­kalli á leiðinni út úr borg­inni Nablus í Palestínu. Í sjúkra­bíln­um voru ásamt bíl­stjóra, lækni og hjúkr­un­ar­fræðingi fransk­ur heim­ilda­mynda­gerðarmaður og ís­lenski hjúkr­un­ar­fræðinem­inn Gunn­ar Pét­urs­son. Gunn­ar er sjálf­boðaliði á veg­um fé­lags­ins Íslands-Palestínu á Vest­ur­bakk­an­um og býr í Nablus.

Sjúkra­bíll­inn var stöðvaður við eina af varðstöðvun­um við veg­inn út úr borg­inni. Ekin var hjá­leið fram­hjá stöðinni þar sem um neyðar­til­felli var að ræða og bílaröð hafði mynd­ast við stöðina. Gunn­ar seg­ir að venju­lega fari þeir óáreitt­ir um þessa hjá­leið á sjúkra­bíln­um. Ísra­el­arn­ir gáfu lítið fyr­ir að um neyðar­til­felli væri að ræða. Hríðskota­byss­um var miðað að þeim sem í sjúkra­bíln­um voru og þeim hótað.

„Viltu að ég skjóti ykk­ur? Ég ætti að skjóta ykk­ur. Ég skýt ykk­ur, ég skýt ykk­ur næst þegar þið komið, ég ætti helst að skjóta ykk­ur núna,“ seg­ir Gunn­ar her­mann­inn sem fór fyr­ir sveit­inni hafa öskrað á þá. Að auki sagðist hermaður­inn auðveld­lega myndu kom­ast upp með að skjóta þá, hann þyrfti bara ljúga því að hann hefði talið þá vera fé­laga í Ham­as-sam­tök­un­um.

Sprengjuregn og kúlna­hríð að næt­urþeli

Gunn­ar seg­ir yf­ir­gang sem þenn­an dag­legt brauð á varðstöðvum Ísra­ela. „Við erum ekk­ert eins­dæmi, fólk er að fæða börn við varðstöðvarn­ar, fólk er að deyja við varðstöðvarn­ar af því bíll­inn þess er stoppaður,“ seg­ir hann og vill meina að þetta at­vik sé ekki frétt­næmt miðað við það sem heima­menn þurfi að ganga í gegn­um á degi hverj­um. Sjálf­ur er hann oft stöðvaður við varðstöðvar og yf­ir­heyrður en yf­ir­leitt sleppt inn­an hálfr­ar klukku­stund­ar.

Bloggsíða Gunn­ars 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert