Nefnd Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (CEDAW) ræddi það sérstaklega á fundi sínum meðsendinefnd Íslands þann 8. júlí að stór hluti þeirra kvenna sem leita til Kvennaathvarfsins eru af erlendum uppruna.
Lýsti nefndin áhyggjum sínum af því að útlendingalöggjöfin geti neytt konur til að þrauka í ofbeldisfullum samböndum vegna ótta við að vera vísað úr landi.
Nefndin óskaði einnig upplýsinga um hvort sérstækar tímabundnar aðgerðir til að auka réttindi kvenna sé að finna í nýju jafnréttislögunum og þá að hvaða sviðum þjóðfélagsins slíkar aðgerðir beinist. Nefndin bað einnig um upplýsingar um nálgunarbann og benti á takmarkaða nýtingu þess.
Einnig spurði nefndin hvers vegna lögreglu væri heimilt að fella nálgunarbann úr gildi þegar krafist er dómsúrskurðar til að setja það á. Þótti nefndinni einkennilegt að gera slakari kröfu um afnám en þegar úrskurðað er um slíkt í upphafi.