Frakklandsströnd að nálgast

Sundmaðurinn Benedikt Hjartarson er nú á lokakaflanum í Ermarsundi.
Sundmaðurinn Benedikt Hjartarson er nú á lokakaflanum í Ermarsundi.

Sundmaður­inn Bene­dikt Hjart­ar­son er nú um 2,8 km frá Frakk­lands­strönd og hef­ur hann nú verið á sundi í rúma þrett­án tíma og synt um 49 kíló­metra.

Gréta Ingþórs­dótt­ir sem er um borð í bátn­um sem fylg­ir Bene­dikt á sund­inu yfir Ermar­sund seg­ir að nú sé verið að reyna að taka sem besta stefnu að landi þannig að út­fallið taka hann ekki út aft­ur. 

Svæðið und­an strönd­inni gangi und­ir nafn­inu Gra­vey­ard of broken dreams og hafi marg­ir sund­menn gef­ist þarna upp. Eng­an bil­bug sé þó að finna á Bene­dikt sem beri sig vel þrátt fyr­ir svo lang­an tíma í sjón­um og hann haldi góðum meðal­hraða.

Hún sagði að fínt væri í sjó­inn og orðið lygnt aft­ur en nokk­ur blást­ur var fyrr í kvöld. 

Farið er að rökkva á sund­inu og búið er að festa ljós­stauta á Bene­dikt svo hann sjái bet­ur til og ekki síst til að hann sjá­ist sjálf­ur bet­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert