Heilnæm sætindi

Birkisafa safnað í Haukadal
Birkisafa safnað í Haukadal

Birkiís og birki­vín eru nokkr­ar af þeim nýj­ung­um sem Skóg­rækt rík­is­ins hef­ur fundið upp á. Ísinn þykir með ein­dæm­um góm­sæt­ur og skemm­ir ekki fyr­ir að hann er nokkuð holl­ur, ólíkt flest­um sæt­ind­um.

Þeir sem eiga veg og vanda að hvoru tveggja eru Morten Leth og Ein­ar Óskars­son hjá Suður­lands­deild Skóg­rækt­ar­inn­ar.

Hvernig skyldi Morten hafa dottið í hug að búa til birkiís? „Ég sá þátt í danska sjón­varp­inu þar sem svona ís var gerður og gat náð í upp­skrift­ina. Ég lagaði hana svo aðeins til þar ég var ánægður með út­kom­una,“ seg­ir Morten.

Birkisaf­an­um er safnað úr birki í Hauka­dal og er það ein­ung­is mögu­legt einn mánuð á ári, hér­lend­is er það frá miðjum apríl til miðs maí. Borað er í trén þegar brum byrj­ar að mynd­ast á þeim á vor­in, saf­inn lát­inn renna úr og hol­un­um síðan lokað aft­ur. Hvert tré er svo hvílt í eitt til tvö ár á milli safa­töku. Birkisaf­ann, sem minn­ir á mjólk, þarf að meðhöndla rétt og helst hann aðeins fersk­ur í 5-6 daga í kæli, rétt eins og mjólk­in.

Áður en Morten fór út í ís- og vín­gerð hafði verið gert sýróp úr saf­an­um og heppnaðist það nógu vel til að menn voru spennt­ir fyr­ir að reyna aðra hluti líka. Tals­vert magn þarf til að gera sýrópið, um hundrað lítr­ar af safa gefa 1-2 lítra af sýrópi. Í ís­inn þarf hins veg­ar ekki nema einn líter. Um fimm­tíu ára gam­alt tré gef­ur að jafnaði af sér fimm lítra á dag af safa.

Morten og fé­lagi hans, Ein­ar Óskars­son,  eru í góðu sam­bandi við kokk­inn á Hót­el Geysi sem hef­ur notað sýrópið við mat­ar­gerð með góðum ár­angri og var hann sömu­leiðis áhuga­sam­ur um ís­inn.  Hef­ur ís­inn síðan fengið góðar mót­tök­ur á hót­el­inu.

Morten seg­ir ís­inn afar bragðgóðan, helst minni bragðið á vatns­mel­ón­ur. Hann sé fersk­ur og hress­andi. Það spilli svo ekki fyr­ir að birkisafi er tal­inn heil­næm­ur. Heim­ild­ir eru fyr­ir því að í hon­um séu ýmis holl efni sem til að mynda hafi góð áhrif á blóðþrýst­ing, dragi úr álagi á nýru, séu bólgu­eyðandi og blóðhreins­andi. Sum­ir telja jafn­vel að hann geti hjálpað í bar­átt­unni við krabba­mein.

  Upp­skrift að birk­isor­bet:

  1 líter af fersk­um birkisafa

  150 gr syk­ur

Sjóðið birkisaf­ann og syk­ur­inn sam­an þar til um það bil helm­ing­ur vökv­ans er eft­ir. Leyfið blönd­unni af kólna og frystið síðan. Takið blönd­una út þegar hún er orðin fros­in og leyfið henni að bráðna dá­lítið svo mögu­legt sé að skera hana í litla bita. Hrærið hálf­frosna bit­ana sam­an þar til úr þeim verður hvít­ur massi en gætið þess að mass­inn bráðni ekki svo mikið að hann verði vatns­kennd­ur. Frystið aft­ur og þá er birk­isor­bet til­bú­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert