Hvalreki í Bakkafirði

Andarnefjuhræið austan við Bakkafjörð.
Andarnefjuhræið austan við Bakkafjörð. mynd/Guðmundur Hlífar Ákason

Andarnefjuhræ hefur rekið á land á Hvalskoti, rétt austan við þorpið á Bakkafirði í Langanesbyggð. Er þetta í annað skipti á nokkrum dögum, sem andarnefju rekur á land í sveitarfélaginu.

Í byrjun júlí rak hvalshræ á land í fjörunni við Laxárdal í Þistilfirði. Um var að ræða átta metra langa andarnefju, sem var farin að úldna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert