Lagður af stað yfir Ermarsund

Benedikt fær sér að drekka eftir hálftíma sund.
Benedikt fær sér að drekka eftir hálftíma sund.

Benedikt Hjartarson sundmaður lagði í morgun af stað yfir Ermarsund frá Englandi til Frakklands. Benedikt tók fyrstu sundtökin í átt að Frakklandi klukkan 7:36 að íslenskum tíma.

„Benedikt fór vel af stað," segir Gréta Ingþórsdóttir, sem er um borð í bátnum sem fylgir Benedikti yfir sundið.
 
„Veðrið er ágætt, nokkuð sléttur sjór," segir Gréta og bætir við að veðurspáin fyrir daginn sé í lagi, en að veðrið muni hugsanlega versna eitthvað þegar líður á daginn.

Benedikt hóf sundið frá Shakespare Beach í Dover og ef allt gengur að óskum mun hann taka land Frakklandsmegin eftir 12-14 klukkustundir. Hægt er að fylgjast með sundinu á sérstakri netsíðu, sem stuðningshópur Benedikts heldur úti.  

Heimasíða sundsins

Benedikt undirbýr sig undir sundið í morgun. Myndin er tekin …
Benedikt undirbýr sig undir sundið í morgun. Myndin er tekin af vefsíðu leiðangursins.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert