Líf og fjör var á Seyðisfirði í dag en skemmtiferðaskipið Maasdam frá Holland-America line lagði þar að bryggju í morgun.
Farþegar skipsins, tólf hundruð að tölu, auk áhafnar dvöldust í bænum í dag í góðu yfirlæti og nutu blíðunnar.
Þá hófst listavika ungs fólks, LUNGA, á Seyðisfirði í gær og eru um 300 þátttakendur í hinum ýmsu listasmiðjum á staðnum alla þessa viku. Ýmsir atburðir eru í boði, listasmiðjur, kvikmyndasýningar, tónleikar, hönnunarsýningar og fleira.
Vefur listahátíðarinnar, LUNGA.