N1 lækkar verðið

Bensínverð hefur lækkað hjá N1.
Bensínverð hefur lækkað hjá N1. AP

N1 hef­ur lækkað verð á bens­íni og dísi­lol­íu um 1,20 kr. Magnús Ásgeirs­son, inn­kaupa­stjóri eldsneyt­is hjá N1, seg­ir að nú kosti lítr­inn af 95 okt­ana bens­íni 175,60 kr. í sjálfsaf­greiðslu, en dísi­lolí­an kost­ar nú 193,60 kr.

 Magnús seg­ist hafa átt von á því að heims­markaðsverð á olíu myndi fara lækk­andi eft­ir miðjan júlí. Hann seg­ir hins veg­ar að það hefði verið betra ef það hefði verið á markaðsleg­um for­send­um, en ekki vegna yf­ir­lýs­ing­ar seðlabanka­stjóra Banda­ríkj­anna. 

 „Engu að síður þá verður maður að bera þá von í brjósti að verðið muni ekki ganga mikið til baka aft­ur, og þetta sé var­an­leg lækk­un. En tím­inn verður að leiða það í ljós,“ seg­ir Magnús og bæt­ir við að hann hafi viss­ar efa­semd­ir um að ástandið muni hald­ast þannig.

Krón­an stöðug

Magnús seg­ir stærstu frétt­ina vera þá að krón­an hafi hald­ist stöðug í dag. „Hún er ekki að taka nein stökk. Það finnst mér eig­in­lega vera, alla­vega fyr­ir Íslend­inga, vera stóra frétt­in. Krón­an er stöðug í augna­blik­inu.“ 

Aðspurður seg­ir hann að gamla þumalputta­regl­an hafi verið sú að þegar heims­markaðsverð á hrá­ol­íu lækk­ar þá hafi það tekið á bil­inu þrjár til fjór­ar vik­ur að skila sér út í eldsneytis­verðið. Í dag taki þetta aðeins nokkra daga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert