„Nú er gaman“

Benedikt er búinn að synda einn þriðja leiðarinnar.
Benedikt er búinn að synda einn þriðja leiðarinnar.

Benedikt Hjartarson sundmaður er búinn að synda tæpa 14 km, en hann lagði í morgun af stað yfir Ermasund frá Englandi til Frakklands. Benedikt hefur synt í fjórar klukkustundir en hann stakk sér til sunds kl. 7:30 að íslenskum tíma. „Nú er gaman,“ sagði Benedikt þegar hann fékk fimmtu matargjöfina.

Gréta Ingþórsdóttir, sem er um borð í bátnum sem fylgir Benedikti yfir sundið, segir að Benedikt sé í góðum gír og búinn með einn þriðja af leiðinni. Hún að veðrið sé þokkalegt og sjórinn sé tiltölulega lygn. Hún segir hins vegar að spáin fari versnandi þegar á líður. 

Mikil skipaumferð er á svæðinu og því þarf Benedikt að taka mið af aðstæðum, en mörg skip sigla þvert á sundstefnuna. „Við erum að koma inn í þessa aðal umferðarlínu þessara stóru skipa,“ segir Gréta.

Bein lína yfir Ermarsundið er um 32 km. Vegna strauma þurfa sundmenn að synda um 40 - 45 km leið.

Heimasíða sundsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert