Þessi glæsilegi tvöfaldi regnbogi gladdi hjörtu Fáskrúðsfirðinga í dag.
Regnbogar myndast þegar staðbundið skúraveður og sólskin fara saman og er sá sem á horfir yfirleitt staddur þar sem ekki rignir, með sólina fyrir aftan sig.
Þótt tvöfaldir regnbogar sjáist kannski ekki á hverjum degi eru þeir þó tiltölulega algengir. Efri regnboginn er í rauninni speglun frá þeim neðri og er litaröðin í honum er því öfug miðað við það sem sést í hefðbundnum einföldum regnboga.
Sjá nánari upplýsingar um regnboga á Vísindavefnum.