Segist saklaus af ákærum

Ákæra saksóknara efnahagsbrota gegn Jóni Ólafssyni, athafnamanni, var þingfest í Héraðsdómi í dag en hann er grunaður um stórfelld skattalagabrot á árunum 1999 til 2002.

Jón er ákærður fyrir að hafa skotið ríflega 360 milljónum króna undan skatti en kveðst saklaus af ákærunni. Hann sagðist fagna þessu tækifæri til að hreinsa mannorð sitt. Með Jóni eru Hreggivður Jónsson. Ragnar Birgisson og Símon Ásgeir Gunnarsson ákærðir í málinu.

Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður, krafðist frávísunar málsins fyrir hönd Jóns. Jón var með tvo verjendur, þá Ragnar og Sigurð G. Guðjónsson. Sækjendur mótmæltu því að sá síðarnefndi yrði skipaður verjandi í málinu þar sem hann kynni seinna meir að verða kallaður fyrir sem vitni. Dómarinn tók sér viku í að taka ákvörðun um það.

Fyrirtaka verður í málinu í byrjun september en þann sextánda september verður fjallað um frávísunarkröfu Jóns Ólafssonar og Símons Ásgeirs Gunnarssonar.

Símon Á. Gunnarsson, Hreggviður Jónsson og Jón Ólafsson í Héraðsdómi …
Símon Á. Gunnarsson, Hreggviður Jónsson og Jón Ólafsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert