Sextán teknir fyrir of hraðan akstur

Lögreglan við eftirlit.
Lögreglan við eftirlit. mbl.is/Júlíus

Lögreglan á Selfossi var við hraðamælingar á Suðurlandsvegi, við Svínahraun, í um klukkustund í dag. Á þeim tíma stöðvaði hún sextán ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá er ók greiðast, var á 130 km hraða.

Það var þó ekki aðeins á Suðurlandi þar sem menn óku of hratt. Þannig óku níu ökumenn of hratt í umdæmi lögreglunnar á Akureyri, fjórir voru teknir í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli og þrír á Suðurnesjum. Á Sauðarkróki var útlenskt par tekið fyrir of hraðan akstur og þurftu þau að greiða á staðnum tæpar fjörtíu þúsund krónur í sekt, með staðgreiðsluafslætti.

Lögreglan á Akureyri fylgdist einnig sérstaklega með notkun bílbelta. Níu ökumenn þurfa að reiða fram fimm þúsund krónur, þar sem þeim láðist að spenna beltin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka