Sögðust ekki rukka fyrir Kerið

00:00
00:00

Eig­end­ur Kers­ins í Gríms­nesi full­yrtu í fjöl­miðlum á sín­um tíma að ekki stæði til að krefja ferðamenn um greiðslu fyr­ir að skoða þessa þekktu ferðamanna­perlu. Annað er nú komið á dag­inn.

Bræðurn­ir Sig­urður Gísli Pálma­son og Jón Pálma­son keyptu kerið í Gríms­nesi og tíu hekt­ara spildu fyr­ir tíu millj­ón­ir króna í árs­lok 1999. Kerið er friðlýst og á nátt­úru­m­inja­skrá og vöktu kaup­in tals­verða at­hygli. Nýir eig­end­ur lýstu því yfir að alls ekki stæði til að selja aðgang að ker­inu.

Tvö öldruð systkini á Miðengi áttu Kerið fyr­ir en það hafði verið í eigu sömu fjöl­skyldu frá 1925. Ríkið átti um skeið í viðræðum um kaup en systkin­un­um þótti ríkið bjóða lágt. Þá kom einnig fram í frétt­um á sín­um tíma að systkin­in voru ósátt við fram­kvæmd­ir inni á svæðinu á veg­um Ferðamálaráðs og sögðu þær vera án sam­ráðs og í leyf­is­leysi.

Í dag hitt­ir Óskar Magnús­son, talsmaður Ker­fé­lags­ins, Ólöfu Ýri Atla­dótt­ur ferðamála­stjóra. Á meðan bíður ferðaþjón­ust­an átekta og eng­ar rút­ur voru við Kerið í morg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert