Tæpir 5 km eftir

Sundmaðurinn Benedikt Hjartarson er nú á lokakaflanum í Ermarsundi.
Sundmaðurinn Benedikt Hjartarson er nú á lokakaflanum í Ermarsundi.

Sundkappinn Benedikt Hjartarson sem reynir nú að synda yfir Ermarsund á tæpa 5km eftir að Frakklandsstönd. Straumur bar hann fyrir skemmstu framhjá höfðanum þar sem áætlað var að hann næði landi.

„Þetta var auðvitað mikið svekkelsi en straumurinn var þungur og bar Benedikt framhjá staðnum," segir Gréta Ingþórsdóttir sem fylgir kappanum eftir í báti ásamt öðrum.

Það gengur ágætlega hjá Benedikt núna og reiknað er með að hann nái landi eftir á að giska einn og hálfan tíma.

Benedikt er nú búinn að synda 56 km á rúmum fjórtán tímum og á hann eftir milli fjóra og fimm kílómetra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert