Kirkjan dökknar

Gamli skólinn í forgrunni en nýja kirkjan í bakgrunni
Gamli skólinn í forgrunni en nýja kirkjan í bakgrunni Jón Sigurðsson

Þessa dagana er verið að mála kirkjuna á Blönduósi. Litur sá er valinn hefur verið á kirkjuna er lítið eitt dekkri en sá sem fyrir var. Skiptar skoðanir eru meðal bæjarbúa með þessi litaskipti en lokaákvörðun um þessa breytingu á kirkjunni á arkitektinn dr. Maggi Jónsson.

Jón Sigurðsson, fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi, segir jákvæða Blönduósinga segja sín á milli að þeir hafi séð það svartara í kirkjumálum þjóðarinnar.

Á þessari mynd má sjá listaverk arkitektanna Guðjóns Samúelssonar og dr. Magga Jónssonar: gamla skólann og nýju kirkjuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka