Slökkvilið Snæfellsbæjar var kallað út á þriðja tímanum í nótt eftir að vegfarandi hafði tilkynnt um mikinn reyk við afleggjarann hjá Rifi. Kveikt hafði verið í bifreið, og voru slökkviliðsmenn fljótir að ráða niðurlögum eldsins.
Lögreglan í Snæfellsbæ telur að bílnum hafði verið ýtt niður barð sem er á þessu svæði og síðan hafi pörupiltar kveikt í bifreiðinni.