,,Mér líður svo vel"

Sigurvegarar Vökulaga 2008: frá vinstri Kristín Lárusdóttir, bakrödd, Guðmundur Karl …
Sigurvegarar Vökulaga 2008: frá vinstri Kristín Lárusdóttir, bakrödd, Guðmundur Karl söngvari, og höfundur lags og texta Þorsteinn Jónsson. Dómnefnd:Harpa Þorvaldsdóttr, Þórhallur Barðason og Geirmundur Valtýsson. Jón Sigurðsson

„Mér líður svo vel“ var valið sigurlag í dægurlagasöngvakeppni Húnavöku 2008. Níu lög kepptu til úrslita. Var þetta í fyrsta sinn sem söngvakeppni var haldin í tengslum við hátíðina.

Fjölskyldu- og menningarhátíðin Húnavaka var haldin á Blönduósi um helgina.

Bæjarbúar sem og gestir tóku virkan þátt í hátíðinni enda margt til skemmtunar og fundu flestir eitthvað við sitt hæfi.

Sýningar voru víða um bæinn og tónleikar haldnir í kirkjunni.

Í fyrsta sinn var efnt til dægurlagakeppni í tengslum við Húnavöku og kepptu 9 lög til úrslita um titilinn Vökulagið 2008. Keppnin var haldin í íþróttahúsinu að viðstöddu fjölmenni. Lag Þorsteins Jónssonar „Mér líður svo vel“  í  flutningi Guðmundar Karls Ellertssonar bar sigur úr bítum.

Á kvöldvöku sem haldinn var í Fagrahvammi á laugardagskvöldið var meðal annars að sögn forsvarsmanna Húnavöku, sett Íslandsmet í kassagítarleik en 25 gítarleikarar léku undir í bakkasöng. Sigurvegararnir í míkróhúninum sem er söngkeppni barna og unglinga sungu líka á kvöldvökunni og Sálin steig á svið svona til að hita upp fyrir stórdansleikinn seinna um kvöldið.

Blönduóslöggan þurfti lítið að hafa fyrir Húnavökugestum því til gleði var
stofnað með gleði í huga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert