Segir minnihluta fara með ósannindi

Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, segir fulltrúa minnihlutans í borgarráði fara með vísvitandi ósannindi í bókun, sem þeir lögðu fram á fundi ráðsins í dag, þar sem gefið sé í skyn að borgarstjóri hafi ekki kallað eftir aukinni og sýnilegri löggæslu í Reykjavík.

Ólafur vísar til bókunar, sem hann lagði fram á fundinum, þar sem vakin er athygli á að hann muni á morgun eiga fund með dómsmálaráðherra um öryggismál í miðborginni, sérstaklega varðandi aukna og sýnilegri löggæslu í miðborginni um helgar. Þetta sé annar fundur borgarstjóra með dómsmálaráðherra á stuttum tíma um öryggismál í miðborginni.

„Gagnrýni minnihlutans á vinnu meirihlutans kemur kemur úr hörðustu átt, því núverandi meirihluti hefur unnið ötullegar að málefnum miðborgarinnar en nokkur annar meirihluti í borginni," segir m.a. í bókun borgarstjóra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert