Sundið mikil þrekraun

Gréta Ingþórsdóttir

„Ég er með svo mikla sjóriðu núna, að ég get hvorki staðið né setið,“ sagði Benedikt Hjartarson, 51 árs sundkappi, eftir að hann hafði lokið sundi yfir Ermarsund undir miðnætti í gærkvöldi. Benedikt sem var nýkominn um borð í bátinn sem fylgdi honum yfir sundið, þegar Morgunblaðið náði tali af honum, sagði sundið á köflum hafa verið martröð líkast.

„Það var eins og búið væri að slíta af mér báða handleggina. Svo missti ég af höfðanum þar sem yfirleitt er komið á land, og þar með lengdist sundið um tvo og hálfan tíma. En þetta hafðist,“ sagði Benedikt sem er fyrsti Íslendingurinn til að synda yfir sundið. Það gerði hann á sextán klukkustundum.

Varla er ofmælt að skelfing hafi gripið um sig um borð í fylgdarbátnum þegar straumarnir urðu til þess að Benedikt missti af höfðanum, og dvínaði þá von margra um borð.

Gréta Ingþórsdóttir, sem var um borð í bátnum, sagði síðustu klukkustundirnar nánast óbærilegar. Einn maður hélt þó ró sinni, skipstjórinn Andy King. Eftir að Benedikt missti af höfðanum greip Andy til sinna ráða og lét Benedikt synda frá landi í nokkurn tíma, eða þar til hann kom að lítilli vík fyrir austan höfðann, þar sem straumar höfðu minni áhrif. Áætlunin gekk upp. Benedikt komst í land, þrekaður, kaldur en ánægður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert