Tekin á 199 km hraða

mbl.is/Július

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði 18 ára stúlku á 199 km/klst hraða á Reykjanesbrautinni, á Strandarheiði, rétt eftir miðnætti í nótt.  Að sögn lögreglu var stúlkan svipt ökuréttindum á staðnum.  Stúlkan má búast við að fá sekt upp á annað hundrað þúsund króna, og missa prófið í þrjá mánuði.   

Í viðurlögum fyrir ofsaakstur er 170 km/klst hraði hæsta viðmiðunin en ef hraðakstur fer yfir það fer málið fyrir dómara, sem ákveður upphæð sektar. 

Samkvæmt ákvæði í reglugerð umferðarlaga má ökumaðurinn ekki aka bifreið aftur fyrr en hann hefur lokið sérstöku námskeiði og tekið ökupróf að nýju.  Þetta ákvæði gildir um ökumenn sem eru á bráðabirgðaskírteini en alla jafna gildir það fyrstu 3 árin eftir að viðkomandi fær ökuréttindi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert