Um fimmtíu til sextíu manns dvelja nú í búðum Saving Iceland á Hellisheiði. Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson, talsmaður hópsins, segir að verið sé að undirbúa aðgerðir gegn stóriðju og virkjunum en ekki sé hægt að gefa út fyrirfram hvers eðlis þær séu.
Snorri Páll segir hópinn hafa fengið ágætis móttökur og ekki verið stuggað við neinum. Mikið af fólki hefur lagt leið sína í tjaldbúðirnar til að kynnast tjaldbúum.
Og Samtökin Saving Iceland hafa í nógu að snúast því þau standa einnig fyrir ráðstefnu í Reykjavíkurakademíunni á miðvikudagskvöld.