Tryggir ekki kraftmikla létta bíla

Elísabet.is mun í dag hætta að tryggja litla en mjög kraftmikla bíla, þar sem hlutfall krafts og þyngdar fer yfir ákveðin mörk. Segir félagið að ástæðan fyrir þessu sé sá áberandi mikli tjónaþungi sem fylgi léttum kraftmiklum bílum. Sá tjónaþungi m.a. hafi orðið til þess að iðgjaldsskrá Elísabetar hafi hækkað undanfarið.

Segir félagið að sterk fylgni sé milli þátttöku í slíkum æfingum eða keppni og tíðra og alvarlegra tjóna og slysa.

Í tilkynningu segir að Elísabet hafi fyrr á árinu þurft að ráðast í hækkun iðgjalda. Þegar áhrifin af þessum breytingum séu að fullu komin fram vonist Elísabet hins vegar til þess að tækifæri skapist til að lækka iðgjöldin.

Elísabet er í eigu Tryggingamiðstöðvarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert