Veður fer kólnandi

Veðurstofan spáir hægri norðlægri eða breytilegri átt víðast hvar á landinu í dag en norðvestan 3-10 m/s norðaustantil. Léttskýjað eða bjartviðri verður sunnan- og vestanlands en stöku síðdegisskúrir í uppsveitum. Annars verður skýjað að mestu og yfirleitt þurrt. Hiti verður 7 til 18 stig hlýjast á Suðausturlandi.

Í nótt og á orgun verður norðan og norðvestan 5-10 m/s. Lengst af verður léttskýjað suðvestantil en skýjað annars staðar. Norðaustanlends verður hins vegar rigning eða súld með köflum. Veður fer kólnandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert