Andlát: Birgir Snæbjörnsson

Sr. Birgir Snæbjörnsson.
Sr. Birgir Snæbjörnsson.

Séra Birgir Snæbjörnsson, prestur og prófastur á Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt fimmtudagsins 17. júlí sl. á 79. aldursári. Hann fæddist á Akureyri 20. ágúst 1929. Foreldrar Birgis voru Snæbjörn Þorleifsson bifreiðaeftirlitsmaður á Akureyri og Jóhanna Þorvaldsdóttir húsfreyja.

Sr. Birgir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 17. júní 1949 og guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 31. janúar 1953. Hann var vígður 15. febrúar sama ár sóknarprestur í Æsustaðaprestakalli. Árið 1959 var sr. Birgi veittur Laufás við Eyjafjörð eða þar til hann var skipaður sóknarprestur í Akureyrarprestakalli 26. október 1960, og prófastur í Eyjafjarðarprófastsdæmi 15. júní 1986.

Hann lét af prófastsstörfum 1. janúar 1999 og embætti sóknarprests 31. ágúst sama ár. Frá 15. febrúar 2000 til 1. júlí var sr. Birgir svo skipaður sóknarprestur í Möðruvallaprestakalli.

Sr. Birgir sinnti margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum. Hann var m.a. í barnaverndarnefnd Akureyrar og í stjórn Barnaverndarfélags Akureyrar, í stjórn Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps, Karlakórsins Geysis og Sambands norðlenskra karlakóra. Sr. Birgir var jafnframt formaður Héraðsnefndar Eyjafjarðarprófastsdæmis frá 1986 til 1999 og í stjórn Prófastafélags Íslands frá 1988 til 1999.

Sr. Birgir lætur eftir sig eiginkonu, Sumarrós Lillian Eyfjörð Garðarsdóttur, og tvö börn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert